Skilmálar

Afhending og sendingarkostnaður

Það kostar ekki neitt að fá vörur sendar með bréfapósti eða á þitt nærliggjandi pósthús þegar þú greiðir með millifærslu eða korti í netverslun Avocado.is 

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Skilmála Póstsins má nálgast hér http://www.postur.is. Avocado ehf ber
samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Avocado ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf.

Ef þú vilt fá sent með póstkröfu eða með heimkeyrslu ber kaupanda að greiða kröfu og burðargjald sem bætist á upphæðina eftir á. 

Avocado ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. 

Afgreiðsla pantana

Þegar þú leggur inn pöntun hjá Avocado.is og hefur greitt vöruna förum við með hana á pósthús næsta virka dag. Pósturinn gefur sér 2-3 virka daga að koma vörunni til þín eða á þitt næsta pósthús. 

Greiðsla pantana

Hægt er að borga með VISA, Visa Electron, Maestro eða MASTERCARD greiðslukortum á öruggri greiðslusíðu Valitors. 

Hægt er að greiða með millifærslu í heimabanka. Ef millifærsla hentar best vinsamlegast leggið inn á reikning: 

0301-26-011422

Kt: 610618-0490

Senda þarf kvittun eða staðfestingu á netfangið avocadoehf@gmail.com þegar greitt er með millifærslu. 

Verð

Öll verð í netversluninni eru með 24% virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur. 

Vörur

Við leggum okkur fram um að sýna allar okkar vörur í réttum litum. Það er hins vegar útilokað að ábyrgjast að alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar tæknilegar takmarkanir. 

Skilaréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum með merkimiðum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd og ber viðkomandi að borga undir pakkann ef hann ætlar að skila vörunni póstleiðis. 

Þegar um skipti er að ræða þarf að senda vöruna í pósti og við sendum þér nýja vöru í staðinn. Einnig er hægt að fá inneignarnótu. Athugaði að ef um skipti/skil er að ræða þá greiðir viðskiptavinurinn sendingarkostnaðinn á vörunni sem hann er að skila. 

Gölluð vara

Ef upp kemur galli skal tafarlaust senda okkur póst á avocadoehf@gmail.com eða senda skilaboð á facebook síðu okkar Avocado.is og tilgreina galla. Vörunni skal skilað innan þriggja sólarhringa frá móttöku eða vera póstlögð innan þess tímaramma. 

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup. 

Trúnaður og persónuupplýsingar

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. 

Privacy policy: All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party. 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Governing law / Jurisdiction: These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.